Samhæfðir staðlar - Byggingarvörur

Á þessari síðu er að finna opinbera birtingu á listum yfir samhæfða evrópska staðla um byggingarvörur, sem Staðlaráð hefur staðfest sem íslenska staðla, skv. 8. grein laga um byggingarvörur nr. 114/2014. Umrædd lög eru íslensk innleiðing á reglugerð ESB nr. 305/2011.

Staðlar sem heyra undir aðrar vörutilskipanir ESB eru ekki vaktaðir með sama hætti af Staðlaráði. Opinber birting staðla sem heyra undir aðrar tilskipanir en byggingarvörutilskipun er ekki á hendi Staðlaráðs. Vöktunin og uppfærslan fara fram ársfjórðungslega. Þeir sem hyggjast nota tiltekinn staðal og styðjast við þessa opinberu birtingu skyldu því ávallt ganga úr skugga um hvort einhverjar breytingar hafi orðið á staðlalistunum. Nýjustu upplýsingar um samhæfða evrópska staðla fyrir byggingarvörur er að finna hér

Fyrst sýnir listinn alla samhæfða staðla sem heyra undir reglugerð ESB nr. 305/2011 og lög um byggingarvörur nr. 114/2014 (engin leitarskilyrði). Til að finna samhæfða staðla um tiltekið efni er leitað eftir tækninefnd. Hægt er að slá inn númer staðals til að athuga hvort hann heyri undir umrædd lög og tilskipun. Dæmi: Til að athuga staðalinn ÍST EN 13282-1 er aðeins slegið inn heiltölunúmer hans: [13282]

Hægt er að fá nánari upplýsingar um fundinn staðal með því að smella á heiti hans.

Fann 20 staðla
Forskeyti og númerHeitiTækninefndMá nota fráBer að nota eftir
ÍST EN 490:2011Þakskífur úr steinsteypu og festingar til þak- og veggklæðningar - Eiginleikar vöruÓsamfellt þakefni og efni fyrir til veggklæðningar (CEN/TC 128) 1.8.20121.8.2012
ÍST EN 492:2012+A1:2016+A2:2018Þakplötur úr trefjasteypu og fylgihlutir - Eiginleikar og prófunaraðferðirÓsamfellt þakefni og efni fyrir til veggklæðningar (CEN/TC 128) 20.3.201920.3.2020
ÍST EN 494:2012+A1:2015Bylgjulaga þakplötur úr trefjasteypu og fylgihlutir - Eiginleikar og prófunaraðferðirÓsamfellt þakefni og efni fyrir til veggklæðningar (CEN/TC 128) 8.4.20168.4.2017
ÍST EN 516:2006Raðframleiddir fylgihlutir fyrir þök – Aðgönguleiðir að þökum – Göngupallar, þrep og stigÓsamfellt þakefni og efni fyrir til veggklæðningar (CEN/TC 128) 1.11.20061.11.2007
ÍST EN 517:2006Raðframleiddir fylgihlutir fyrir þök – Öryggiskrókar á þökÓsamfellt þakefni og efni fyrir til veggklæðningar (CEN/TC 128) 1.12.20061.12.2007
ÍST EN 534:2006+A1:2010Bárulaga jarðbiksplötur - Framleiðslukröfur og prófunaraðferðirÓsamfellt þakefni og efni fyrir til veggklæðningar (CEN/TC 128) 1.1.20111.1.2011
ÍST EN 544:2011Jarðbiksþakflögur styrktar með steinefnum og/eða gerviefnum - Eiginleikar og prófunaraðferðirÓsamfellt þakefni og efni fyrir til veggklæðningar (CEN/TC 128) 1.4.20121.4.2012
ÍST EN 1013:2012+A1:2014Ljóshleypin, mótuð plastklæðning til innri og ytri nota á einföld þök, veggi og loft - Kröfur og prófunaraðferðir Ósamfellt þakefni og efni fyrir til veggklæðningar (CEN/TC 128) 10.7.201510.7.2016
ÍST EN 1304:2005Þakskífur úr leir og festingar - Skilgreiningar og eiginleikar vöru Ósamfellt þakefni og efni fyrir til veggklæðningar (CEN/TC 128) 1.2.20061.2.2007
ÍST EN 1873:2005Raðframleiddir fylgihlutir fyrir þök - Ofanljós úr plasti - Eiginleikar og prófunaraðferðirÓsamfellt þakefni og efni fyrir til veggklæðningar (CEN/TC 128) 1.10.20061.10.2009
ÍST EN 12326-1:2014Flöguberg og steinn til nota í þak- og ytri veggklæðningar – Hluti 1: Eiginleikar flögubergs og karbónatflögubergsÓsamfellt þakefni og efni fyrir til veggklæðningar (CEN/TC 128) 13.2.201513.2.2016
ÍST EN 12467:2012+A2:2018Plötur úr trefjasteypu - Eiginleikar og prófunaraðferðirÓsamfellt þakefni og efni fyrir til veggklæðningar (CEN/TC 128) 20.3.201920.3.2020
ÍST EN 12951:2004Raðframleiddir fylgihlutir fyrir þök - Fastir þakstigar - Eiginleikar og prófunaraðferðirÓsamfellt þakefni og efni fyrir til veggklæðningar (CEN/TC 128) 1.9.20051.9.2006
ÍST EN 14509:2013Sjálfberandi samlokueiningar úr málmi með einangrun - Verksmiðjuframleiddar vörur - EiginleikarÓsamfellt þakefni og efni fyrir til veggklæðningar (CEN/TC 128) 8.8.20148.8.2015
ÍST EN 14782:2006Sjálfberandi málmplötur til þak- og veggklæðningar innan- og utanhúss – Vörueiginleikar og kröfurÓsamfellt þakefni og efni fyrir til veggklæðningar (CEN/TC 128) 1.11.20061.11.2007
ÍST EN 14783:2013Málmplötur til þak- og veggklæðningar innan- og utanhúss á berandi fleti - Vörueiginleikar og kröfurÓsamfellt þakefni og efni fyrir til veggklæðningar (CEN/TC 128) 8.8.20148.8.2015
ÍST EN 14963:2006Þakefni – Samfelld ofanljós úr plasti með eða án burðarramma – Flokkun, kröfur og prófunaraðferðirÓsamfellt þakefni og efni fyrir til veggklæðningar (CEN/TC 128) 1.8.20091.8.2012
ÍST EN 14964:2006Stíf undirlög undir þakklæðningar – Skilgreiningar og eiginleikarÓsamfellt þakefni og efni fyrir til veggklæðningar (CEN/TC 128) 1.1.20081.1.2009
ÍST EN 16153:2013+A1:2015Ljóshleypin, flöt, margra laga pólýkarbonatklæðning til nota að innan eða utan fyrir þök, veggi og loft - Kröfur og prófunaraðferðirÓsamfellt þakefni og efni fyrir til veggklæðningar (CEN/TC 128) 10.7.201510.7.2016
ÍST EN 16240:2013Ljóshleypin, flöt, ólagskipt pólýkarbonatklæðning til nota á innri og ytri þök, veggi og loft - Kröfur og prófunaraðferðirÓsamfellt þakefni og efni fyrir til veggklæðningar (CEN/TC 128) 10.3.201710.3.2018